Færsluflokkur: Bloggar

Útlit yfir andlega líðan

Ég hef verið að fara í ræktina núna í nokkur ár, misdugleg, viðurkenni, en afhverju er ég að fara í ræktina?

Ef þið mynduð sjálf spyrja ykkur að þessari spurningu þá væri svarið líklegast hjá flestum að hreyfingin sé fyrir útlitið. Við viljum jú öll líta vel út og vera ánægð með okkur sjálf, ekki satt? Ég man þegar ég byrjaði allra fyrst að fara í ræktina þá gerði ég yfirleitt alltaf sömu æfingarnar,lappir, rass og brennslu. Samfélagið var búið að stimpla inn í litla höfuðið á mér að við stelpurnar yrðum sko að hafa stóra rassa og flatan maga til að vera flottar, en erum við þá ekki bara að setja auka pressu á okkur? Fáum massa samviskubit ef við missum nokkra daga úr, vegna þess að við erum bara að fara fyrir útlitið?

Ég hef alltaf farið fyrir útlitið. Að stækka rassinn, fá flatann og jafnvel tónaðan maga ef ég yrði heppin. Mótaðari og örlítið vöðvameiri hendur, en ekki of stórar, þá verð ég karlaleg. 

Þetta blessaða samfélag hefur komið þessari ýmind í höfuðið á mér eins og ég nefni hér að ofan. Að ég verði að lýta út eins og þessi staðalýmind sem búin hefur verið til,svo að mér geti fundist ég flott. Ég er ennþá nokkrum árum seinna ennþá á þessum sama stað, að ég þurfi að vera svona og hinseginn. Ég er hinsvegar í dag að fara í ræktina fyrir andlegu hliðina líka og finn langt oftast að mér líður mér mun betur eftir á.

Ef að við værum flest og helst öll að fara fyrir andlega líðan og það væri aðalatriðið held ég að okkur myndi strax líða betur, við þurfum bara að breyta hugsunarhættinum.

 

Meira var það ekki í bili, pís out

- Alda

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband